• Nýjar leiðir - betri lausnir

  • Nýsköpun

  • Vöruþróun

Nýjar leiðir, betri lausnir

Kjarnar ehf er tækni-og hönnunarfyrirtæki sem stofnað var 2001. Fram til 2016 hét það Röst ehf en fyrir stuttu var ákveðið að skipta um nafn þess í Kjarna ehf en kennitala þess er áfram sú sama. Fyrstu 10 árin starfaði það fyrst og fremst í sjávarútveginum og starfaði náið með Alfa Laval og var með umboð fyrir búnað þeirra fyrir sjávarútveginnn, meðal annars fyrir útgerð og fiskvinnslur.

Einnig starfaði fyrirtækið mikið í vatnshreinsimálum og var með stór verkefni hjá sveitarfélögum í skolphreinsimálum.

Árið 2011 var þessi starfsemi seld úr fyrirtækinu og það einbeitti sér í framhaldinu að vöruþróunar- og nýsköpunarverkefnum. Það er í tengslum við þessar breyttu áherslur sem ákveðið var að breyta nafni fyrirtækisins í Kjarna ehf.

Þróun og hönnun á rafhjóli sem er sveigjanlegt í stillingum og bíður upp á meiri þægindi við hjólreiðar og hentar einnig þeim sem ekki geta hjólað á hefðbundnum reiðhjólum.
Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði og unnið í samstarfi við Optimal.

Rannsókn á möguleikum þess að vinna eldsneyti (metangas) úr fiskúrgangi, m.a. um borð í fiskiskipum.
Verkefnið er styrkt af Íslandsbanka.

Hönnun á verksmiðju Lífdísils ehf ásamt umsjón með uppbyggingu hennar. Verksmiðjan sem er staðsett á Lynghálsi, í Reykjavík, var þróunarverkefni sem stutt var af Tækniþróunarsjóði. Þróaðar voru aðferðir til að vinna lífdísil úr dýrafitu af óþekktum uppruna og gæðum. Verksmiðjan var byggð upp í þremur áföngum þar sem afköstin voru smátt og smátt aukin eftir því sem betri tök fengust á framleiðslunni.

Markmiðið með þessu verkefni er fyrir utan að vinna verðmæti úr úrgangnum, að minnka umfang urðunar á lífrænum úrgangi, og að koma í veg fyrir að óþefur frá honum berist til umhverfisins. Þetta tilraunarverkefni er einnig styrkt af tækniþróunarsjóði.

Hönnun og umsjón með uppsetningu á fituvinnsluverksmiðju Lífdísils á starfssvæði SORPU bs á Álfsnesi. Verkefnð er samstsarfsverkefni SORPU bs og Lífdísils ehf. Byggð var fituvinnsluverksmiðja sem tekur við sláturúrgangi frá slátuhúsum sem skila úrgangi til SORPU og fitan unnin úr úrgangnum til framleiðslu á lífdísil. Annar úrgangur sem til fellur í vinnslu sláturúrgangs er meðhöndlaður til vinnslu á moltu ásamt ýmsum öðrum lífrænum úrgangi sem til fellur.

Meðal verkefna starfsmanna Kjarna (Rastar) var þjónusta við útgerðarfyrirtæki og fiskimjölsverksmiðjur sem búnar voru tækjum og lausnum frá Alfa Laval en einnig almenn tækniþjónusta við þessa aðila óháð tækjabúnaði.

Uppbygging á skolphreinsiverkefnum á Akranesi, Borgarnesi og Kjalanesi. Kjarnar (Röst) var undirverktaki Varmaverks (nú Varma- og Vélaverk) og verkkaupinn var Orkuveita Reykjavíkur. Röst sá um þarfagreiningu á dælubúnaði og dælubrunnum auk þess að útvega þennan búnað hjá völdum birgjum.

Kjarna ehf vinnur að vöruþróunar- og nýsköpunarverkefnum sem einblína á mikilvægi græna hagkerfisins. Bætt umhverfisvitund með nýjum tæknilegum lausnum gera okkur kleift að minnka úrgangslosun með aukinni endurvinnslu og endurnotkun er mikilvæg og stuðlar að minnkun gróðurhúsalofttegunda.

Verkefni innan orkugeirans, hvort heldur er til framleiðslu á vistvænu eldsneyti eða hönnun á nýjum samgöngumöguleikum eru okkur hugleikin og þar höfum við mikla reynslu. Verkefni innan endurvinnslu og endurnýtingu, hvort heldur er lífræns úrgangs, umbúða eða fleiri efna eru ekki síður mikilvæg og þar höfum við aflað okkur dýrmætrar þekkingar og reynslu. Við val á verkefnum og vinnslu þeirra eru sjónarmiðin sem upp voru talin hér að ofan ávallt gerð að kjarna málsins og höfð í fyrirrúmi.

Leiðarstef okkar, Nýjar leiðir, betri lausnir vísar til þess sem Albert Einstein átti að hafa sagt, „Við getum ekki leyst vandamál með sama hugsunarhætti og við notuðum þegar við sköpuðum þau“ (We can´t solve problems by using the same kind of thinking we used when we created them). Nýjar leiðir okkar felast í hönnunarhugsun og við trúum því að þær skapi betri leiðir. Þetta lýsir markmiðum okkar til lengri og skemmri tíma.

Ásgeir
Matthhíasson

Founder and team leader

Hlynur
Ásgeirsson

Design support

Til að tryggja besta árangur í viðfangsefnum okkar starfa Kjarnar með þekkingarfyritækum í ýmsum greinum. Hönnun byggir á að leiða saman aðila úr sem fjölbreyttustu þekkingarsviðum til að finna einstæðar lausnir

Samstarfsaðilar

Lífdísill ehf
www.lifdisill.is

Samstarfsaðilar

Báran hönnunarfélag
www.baran.is

Samstarfsaðilar

Optional
www.optional.is

Samstarfsaðilar

Röst ehf.
www.rost.is

Samstarfsaðilar

Björg Vilhjálmsdóttir.
www.bjorgvilhjalmsdottir.is

Samstarfsaðilar

Gréta V. Guðmundsdóttir.

Vildu vinna með okkur

Hafðu samband