Nýjar leiðir, betri lausnir
Þróun og hönnun á rafhjóli sem er sveigjanlegt í stillingum og bíður upp á meiri þægindi við hjólreiðar og hentar einnig þeim sem ekki geta hjólað á hefðbundnum reiðhjólum.
Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði og unnið í samstarfi við Optimal.
Rannsókn á möguleikum þess að vinna eldsneyti (metangas) úr fiskúrgangi, m.a. um borð í fiskiskipum.
Verkefnið er styrkt af Íslandsbanka.
Hönnun á verksmiðju Lífdísils ehf ásamt umsjón með uppbyggingu hennar. Verksmiðjan sem er staðsett á Lynghálsi, í Reykjavík, var þróunarverkefni sem stutt var af Tækniþróunarsjóði. Þróaðar voru aðferðir til að vinna lífdísil úr dýrafitu af óþekktum uppruna og gæðum. Verksmiðjan var byggð upp í þremur áföngum þar sem afköstin voru smátt og smátt aukin eftir því sem betri tök fengust á framleiðslunni.
Markmiðið með þessu verkefni er fyrir utan að vinna verðmæti úr úrgangnum, að minnka umfang urðunar á lífrænum úrgangi, og að koma í veg fyrir að óþefur frá honum berist til umhverfisins. Þetta tilraunarverkefni er einnig styrkt af tækniþróunarsjóði.
Hönnun og umsjón með uppsetningu á fituvinnsluverksmiðju Lífdísils á starfssvæði SORPU bs á Álfsnesi. Verkefnð er samstsarfsverkefni SORPU bs og Lífdísils ehf. Byggð var fituvinnsluverksmiðja sem tekur við sláturúrgangi frá slátuhúsum sem skila úrgangi til SORPU og fitan unnin úr úrgangnum til framleiðslu á lífdísil. Annar úrgangur sem til fellur í vinnslu sláturúrgangs er meðhöndlaður til vinnslu á moltu ásamt ýmsum öðrum lífrænum úrgangi sem til fellur.
Meðal verkefna starfsmanna Kjarna (Rastar) var þjónusta við útgerðarfyrirtæki og fiskimjölsverksmiðjur sem búnar voru tækjum og lausnum frá Alfa Laval en einnig almenn tækniþjónusta við þessa aðila óháð tækjabúnaði.
Kjarna ehf vinnur að vöruþróunar- og nýsköpunarverkefnum sem einblína á mikilvægi græna hagkerfisins. Bætt umhverfisvitund með nýjum tæknilegum lausnum gera okkur kleift að minnka úrgangslosun með aukinni endurvinnslu og endurnotkun er mikilvæg og stuðlar að minnkun gróðurhúsalofttegunda.
Til að tryggja besta árangur í viðfangsefnum okkar starfa Kjarnar með þekkingarfyritækum í ýmsum greinum. Hönnun byggir á að leiða saman aðila úr sem fjölbreyttustu þekkingarsviðum til að finna einstæðar lausnir
Lífdísill ehf
www.lifdisill.is
Báran hönnunarfélag
www.baran.is
Optional
www.optional.is
Röst ehf.
www.rost.is
Björg Vilhjálmsdóttir.
www.bjorgvilhjalmsdottir.is